Forskrift fíflskunnar

Já, það er sagt að það sé eðli góðs brandara að hann sé fyrirbæri augnabliksins.

Nú hefur hópur fólks vaðið fram völlinn og gert kröfu til áhrifa í stjórn Reykjavíkurborgar af þeirri ástæðu einni að það sé svo skemmtilegt. Það kunni að taka lífinu létt og vera ekki með neina ábyrgðarvitleysu, sem eðli málsins samkvæmt hljóti að vera leiðinleg.

Trúðarnir halda því fram að Reykjavík sé svo leiðinleg borg að nauðsynlegt sé að kollsteypa forystu hennar og fá til starfa í æðstu stjórn borgarinnar fólk, sem kann að segja brandara og vera sniðugt.

Oddviti trúðanna lætur gera sjónvarpsauglýsingu með sér í einleik þar sem hann horfir yfir borgina og heldur því fram að „þessi borg gæti svo auðveldlega orðið skemmtileg.“ Þetta er orðið helzta (og eina) baráttumál trúðahópsins.

Inn í vaðalinn um skemmtilegheit/leiðindi blandast svo umræða um að refsa þurfi „fjórflokknum“ fyrir allt, sem illa hefur farið og gengið undanfarin ár. Allt muni fara til betri vegar ef kosnir yrðu trúðar í borgarstjórn.

Á það hefur verið minnzt að ekki sé um mjög ósvipað dæmi að ræða í sveitarfélagi ekki langt frá Reykjavík, Álftanesi. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum ákváðu kjósendur „að prufa eitthvað nýtt og kannski „refsa“ Sjálfstæðisflokknum í leiðinni.“

Það tók ekki langan tíma þar á bæ að setja stjórnsýsluna í hreint og tært uppnám og loks lauk refsingunni með því að bæjarfélagið lagðist á hliðina sem hið skuldugasta á landinu; gjaldþrota eftir aðfarir trúða þeirra tíma.

Þeir, sem ætla sér breytingar, breytinganna vegna, og þykjast geta breytt öllu til eilífs batnaðar ættu að hafa í huga að meira þarf en grín og aulabrandara til að stjórna stóru samfélagi. Það dugar, hins vegar, ef markmiðið er að setja þetta samfélag á hausinn.  

 

 

 


mbl.is Mikið forskot Besta flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já guði sé lof fyrir sjálfstæðisflokkinn, því án hans væri jafnvel bara kreppa hérna á Íslandi og algert efnahagshrun, en þökk sé sjálfstæðisflokknum er Ísland eitt ríkasta land í heimi, skuldlaust og peningarnir bara streyma inn. Við verðum nú að verðlauna sjálfstæðisflokkinn fyrir þetta og kjósa hann eins og alltaf.

Guðmundur Freyr (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 19:24

2 identicon

Mig langaði bara benda þér á að það er að mörgu leyti vegna slæmrar frammistöðu Sjálfstæðisflokks, sem sat í stjórn áður en Álftaneshreyfingin tók við, sem Álftanes er í núverandi stöðu þó að vissulega megi einnig rekja það til Álftaneshreyfingarinnar.

Við skulum ekki hvítþvo Sjálfstæðismenn og kalla þá Álftnesinga trúða sem vildu breytingar í sínu sveitarfélagi.

Persónulega vil ég breytingar í mínu sveitafélagi, ég vil fólk sem hyggst fá alvöru fagfólk til að vinna með sér í ýmsum verkefnum. Ég vil EKKI fólk sem ætlar að leika dýrlinga og redda málunum SJÁLF með SÍNUM lausnum eftir yfirborðskennda yfirferð á mikilvægu málefnum.

Þú myndir ekki senda bílinn þinn í viðgerð til t.a.m. Hönnu Birnu eða Dags því þau hefðu svo góðar HUGMYNDIR um hvernig mætti laga hann, þú myndir að sjálfsögðu senda hann á verkstæði þar sem fólk með sérþekkingu á því sviði myndi laga bílinn. Sem sagt, þú myndir senda hann til alvöru fagfólks.

Sem er akkúrat það sem Besti Flokkurinn ætlar að gera! Fá fólkið sem veit hvað það er að gera til að hjálpa sér að leysa vandamálin, þau eru ekki upptekin af því að ÞEIRRA lausnirnar séu notaðar, frekar að BESTU lausnirnar séu notaðar.

Eftir að hafa hlustað á Jón Gnarr tala þá finnur maður að þetta er ekkert grín, þau setja þetta bara fram á skemmtilegan máta til að ná til sem flestra. Það er meira vit í þeim en mörgu öðru.

Síðan að sjálfsögðu virði ég þína skoðun, hvern flokk sem þú kýst að styðja, mér fannst þessi bloggfærsla bara ögn hrokafull í garð þeirra sem gætu haft aðrar skoðanir

- Marta Egilsdóttir

Marta Egilsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 19:49

3 identicon

Fólk erlendis mun álíta þessa þjóð algjöra Molbúa, með trúðinn Jón Gnarr sem Borgarstjóra !

 Í útvarpi Sögu í dag, var sprellikarlinn spurður hversvegna fólk ætti að kjósa hann sem Borgarstjóra.

 Svar: Jú, ég er svo skemmtilegur !

 Spurður um skipulagsmál í borginni.

 Svar.: Taka burt ösptréin, setja í staðinn reynitré !

 Fleiri skipulagsmál ?

 Svar.: Jú, sprengja tjarnarbúna !

 Og æskan " sem á að erfa landið" hyggst gera trúðinn að Borgarstjóra !

 Var einhver að hlæja ?

 Líklega frékar að gráta. 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 20:33

4 Smámynd: Einar Jón

Álftaneslistinn var samkrull af hinum flokkunum...

1. Vinstri Grænir
2. Óháður
3. Vinstri Grænir
4. Samfylking
5. Framsókn

Hvernig í ósköpunum er það "eitthvað annað"?

Einar Jón, 27.5.2010 kl. 06:29

5 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ímyndið ykkur að þið séuð að velja í stjórn hjá stórfyrirtæki og Reykjavíkurborg má vissulega telja sem stærsta fyrirtæki á landinu. Og ímyndið ykkur að þið séuð að velja þessa stjórn til 4ra ára og á þessum 4 árum er ekki hægt að skipta út fólki, sama hvaða vitleysu það gerir.

Mynduð þið þá velja fólk eftir skemmtanagildinu einu saman? Mynduð þið velja fólk sem ekki hefur neina stefnu í mikilvægustu málaflokkum? Mynduð þið velja fólk, sem ætlar sér ekkert að skipta sér af rekstrinum heldur láta starfsfólkið sjá alfarið um þetta?

Emil Örn Kristjánsson, 28.5.2010 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband