14.5.2010
Pólitískar ofsóknir?
Eftirfarandi er haft eftir Evu Joly í Pressunni í dag:
Fólk má segja það sem það vill. Rannsakendurnir eru fagmenn. Þetta eru rök sem notuð eru um allan heim. Þegar maður fer eftir spilltum ráðamanni eða spilltum embættismanni veit ég ekki um eitt mál þar sem viðkomandi hefur ekki sagt að þetta sé pólitískt. Það sem skiptir máli er hvað maður hefur í möppunni, hvaða sönnunargögn eru í möppunni. Stund sannleikans er í réttarsalnum.
Á sama vettvangi eru rakin viðbrögð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í viðtali við Bloomberg fréttaveituna fyrr í vikunni:
Þeir hafa náð takmarki sínu. Þetta er hroðalegt. Það eru þessir þeir!
Einnig segir Jón:
Þetta eru bara stjórnmál.
Loks segir Jón Ásgeir í viðtalinu að málshöfðun á hendur honum og viðskiptafélögum hans eigi rætur að rekja til pólitískra andstæðinga hans, þar á meðal Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og nú ritstjóra Morgunblaðsins.
Á þessu stigi málsins getum við ekki annað en vitnað í Evu Joly. Hún hefur reynsluna úr málum sem þessum og ofannefndur Jón virðist vera í nákvæmlega sömu förum og Joly lýsir.
Jón Ásgeir segir sig úr stjórn House of Fraser | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Facebook
Athugasemdir
Íslenskir glæponar eru í engu frábrugðnir kollegum sínum ytra. Og hvers vegna skyldu þeir vera. Eðlið er sjúkt.
Finnur Bárðarson, 14.5.2010 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.