Miðað við forsætisráðherra?

Þegar vinstri stjórnin ákvað að lækka launa forstjóra ríkisstofnana var það sett sem meginmarkmið að enginn þeirra hefði hærri laun en forsætisráðherra.

Það er nokkuð ljóst að sumir forstjóranna hafa meira en líklega verið stórvel haldnir af launum sínum og hvers kyns sporzlum, en að miða launin við það, sem núverandi forsætisráðherra fær til að spila úr er út í hött. Hvernig á að miða laun fyrir ærlega unna vinnu við „afköst“, sem snúast helzt um að segja sem mest en framkvæma sem minnst. Það fer ekki milli mála að forsætisráðherrann hefur verið brattur á talandanum (þó ekki erlendis), en minna hefur verið um efndir. Ekki þarf að hafa mörg orð um skjaldborgir og aðgerðir til að koma heimilum og fyrirtækjum til hjálpar.

Þeim, sem þannig yrðu settir í lægri launaskala en forsætisráðherra, væri þá í raun boðið uppá að gera helzt minna en ekkert.

 

 


mbl.is Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband