7.4.2010
Legíó af lókal þrjótum
Við kennum ekki vondum útlendingum um vandamál okkar" er haft eftir viðskiptaráðherranum í grein í mbl.is.
Þetta er hárrétt hjá ráðherranum. Við eigum legíó af lókal þrjótum, sem sáu um að rústleggja íslenzkt efnahagslíf án teljandi aðstoðar að utan.
Þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika og þref við Breta og Hollendinga skulum við ekki láta okkur í hug detta að upphaf erfiðleikanna hafi verið neinum að kenna nema innfæddum spámönnum og sérfræðingum.
Við þetta má svo bæta að lókal sjéníum var falið að leitast við að leysa hluta vandans. Yfirséníið lýsti yfir að fyrirsjáanleg væri glæsileg niðurstaða, sem síðan reyndist aðeins magurri en við var búizt. Þarna voru ekki neinir útlendingar á ferð. Viðskiptaráðherrann hefur á réttu að standa.
Ekki vondum útlendingum að kenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.