6.3.2010
Það gat varla orðið betra
Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar gátu ekki orðið miklu betri.
Yfir 95% Íslendinga höfnuðu gjörningi Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur.
Það skyggir samt óneitanlega á ánægjuna að þurfa að horfa upp á forystumenn ríkisstjórnar Íslands tuða og tauta yfir niðurstöðum, sem ekki voru aðeins nauðsynlegar til að hafna formlega samningum, sem reyndust vera hrein svik við þjóðina heldur var það ekki síður nauðsynlegt að hafna gjörningnum til að gera gagnaðilum okkar það hreint og klárt hver afstaða Íslendinga væri til kúgunartilburða gamalla nýlenduvelda.
Álit margra á þessum tvímenningum hefur færst úr pólitískri andúð yfir í ómengaða fyrirlitningu.
Nær allir segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.