Skuldajöfnun?

Skuldajöfnunarhugtakið er vel þekkt úr máli verzlunar og viðskipta, en ég held að hér hafi verið fleytt einhverri frumlegustu hugmynd, a.m.k. sem ég veit um, um beitingu þessa ágæta uppgjörstækis.

Auðvitað á að taka þessa hugmynd til rækilegrar skoðunar.

Í báðum tilvikum, Tyrkjaráninu og Icesave, má segja að ræningjar hafi verið að verki.

Í báðum tilvikum voru það einstaklingar, sem eiga skömmina.

Í báðum tilvikum urðu óbreyttir borgarar fyrir barðinu á téðum ræningjum.

Sé krafa Íslendinga um bætur vegna athafna Jans Janzoon van Haarlem ekki fyrnd, er rétt að koma henni á framfæri við bær yfirvöld í Hollandi með það í huga að skuldajafna.

Síðan hljótum við að geta grafið upp eitthvert viðlíka dæmi til að brúka gegn Bretum. Þar hafa verið á ferðinni öldum saman sjóræningjar, sem líklegt er að hafi einhvern tíma framið álíka brot og vinur þeirra Jan von Haarlem.

 


mbl.is Skulda Íslandi fyrir Tyrkjaránið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband