Afneitun og hroki

Þegar ekki er lengur unnt að væna Davíð í Seðlabankanum um ofsóknir á hendur Bónusveldinu er gripið til þess að væna Davíð á Morgunblaðinu um ofsóknir á hendur Bónusveldinu, þó nú sé Snorrabúð stekkur.

Ekki kemur fram hvað það er við fréttina um eignakaup Jóhannesar í Bandaríkjunum, sem gerir hana ranga. Hún er bara röng. Það kemur heldur ekki fram hvað rangt sé við frétt um að stór fasteign hafi verið færð á milli félaga til að koma henni undan örmum réttvísinnar og bærra yfirvalda. Fréttin er bara röng.

Það er óneitanlega notalegra til þess að vita að eignir séu vel geymdar í öðru landi þar sem þær eru í skjóli laga viðkomandi lands. Kannski í friði fyrir Davíð.

Þetta væl gengur ekki lengur. 

Ljóminn, hafi hann nokkurn tíma verið til, er orðinn að leiðindaskugga.

Menn, sem héldu því eitt sinn fram að það væri argasti ósómi að þurfa að búa við 30 - 40% markaðshlutdeild, en brugðust ókvæða við þegar samkeppnisyfirvöld sektuðu þá fyrir 50 - 60% hlutdeild, eru orðnir illa lens með röksemdafærslur. Það er ekki hlustað á þá lengur, sama hvað þeir segja og hvað þeir tjá sig um.

Lét einhver sér virkilega detta í hug að Jóhannes í Bónus stæði í verzlunarrekstri vegna einskærs áhuga hans á aðstæðum þeirra, sem minna mega sín? Jú, kannski Bubbi Morthens.

Jóhannes sagði árið 1991: „Það eru rosaleg völd fólgin í því að vera smásali“. Með þessu var viðmælandi Tímans í raun að segja að menn, sem stunduðu þá iðn og kæmust síðan í markaðsráðandi stöðu, 30 - 40% markaðshlutdeild, væru hættulegir.

Stafar minni hætta af þeim, sem ná 50 - 60 prósentum, eða hvað? 


mbl.is Jóhannes segir fréttina ranga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband