27.2.2010
Allir á móti öllum?
Hinn djúpstæði klofningur Vinstri-grænna er ekki ný staðreynd, en af einhverjum orsökum hefur mönnum ekki þótt taka því að fjalla til þessa náið um þann klofning, sem flengríður flokknum.
Það er nánast ekkert, sem flokksmenn geta verið sammála um, hvað þá að ljá eyra þeim skoðunum, sem hæst ber í samstarfsflokknum í ríkisstjórn. Þar er líka hver höndin upp á móti annarri.
Hversu bagalegt það er fyrir hag lands og þjóðar að stöðug illindi séu í fyrirrúmi innan annars stjórnarflokksins, þegar menn þurfa að einbeita sér að endurreisn og uppbyggingu, þarf ekki að tíunda.
Vinnubrögðum Steingríms J. Sigfússonar er þannig háttað, að hann hefur greinilega lítinn sem engan áhuga á að sinna starfi í þágu þjóðar; það eina, sem skiptir máli er að halda völdum. Þráhyggjupot hans í Icesave-málinu, þar sem hann taldi það skipta öllu máli að styðja við hörmulega illa grundaða ákvarðanatöku hins gamla lærimeistara, Svavars Gestssonar og félaga hans, Indriða H. Þorlákssonar, er öllum kunn og verður honum og flokki hans til ævarandi skammar. Þar hefur það skipt meira máli að hanga eins og hundur á roði í stað þess að gera sér grein fyrir einföldum staðreyndum.
Ekki er langt síðan Vinstri-grænir héldu flokksráðsfund, sem að hætti flokka af þeirri gerð lauk í mikilli einingu þar sem samkomulag tókst um afreiðslu allra ályktana.
Eitt var það þó, sem mönnum þótti vanta í ályktanasyrpu fundarins, því einhvern veg æxluðust hlutir þannig að ekki var einu aukateknu orði varið í umfjöllun um Icesave-málið. Ekki einu.
Þetta stærsta mál nútímans fékk ekki nokkra umfjöllun á meðan lopapeysudeildin fékk góðan tíma til að fjalla um líf og heilsu vaðfugla í Afríku.
Þeir eru sennilega ekki margir, sem vilja vaðfuglum í Afríku illt, en hefði ekki verið ástæða til að fjalla einnig um það mál, sem hæst ber um þessar mundir.
Hrunið var skelfilegt, en það, sem á eftir kemur, með Vinstri-græna í ráðandi hlutverki, er litlu betra.
Djúpstæður klofningur hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.