26.2.2010
Þegar skýrslan kemur, þá kemur hún...
Mikil lifandis ósköp á ég erfitt að átta mig á þessum taugatitringi vegna seinkunar á úrkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.
Það er ljóst að hún kemur út og hvort það verður a morgun, eftir viku, tvær vikur, jafnvel mánuð, held ég að skipti akkúrat engu máli. Skipti a.m.k. það litlu máli að lítil sem engin ástæða sé fyrir einn eða neinn að fara á taugum útaf málinu. Helzt virðast það nú vera ljósvakamiðlarnir, sem sturlast af forundran og heilagri vandlætingu yfir seinkun plaggsins.
Það er nú einu sinni þannig að ekki er verið að véla um einhver smámál; hrun íslenzks hagkerfis og aðdraganda þess með öllu því, sem kom í kjölfar hrunsins og varðar okkur öll.
Heldur vil ég sjá vel unna skýrslu, sem kemur kannski einhverjum vikum síðar út en lofað var í upphafi, en eitthvert bráðræðisplagg, gefið út í ofboði.
Hér er vandað fólk að sinna vandaðri vinnu.
Eigum við ekki að halda ró okkar?
Skýrslunni enn frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.