Það eru ekki margir hverra málflutningi ég er jafn ósammála og Ögmundar Jónassonar. Það má hann þó eiga, kallinn, að hann er sjálfum sér samkvæmur og gengur hreint til verks.
Eitt er það, sem við Ögmundur eigum sameiginlegt, en það er botnlaus andúð okkar á aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Það, sem skilur á milli okkar í ESB-umsókninni og öllu því, sem hana varðar, er að ég hefði aldrei greitt atkvæði með aðildarumsókninni eins og Ögmundur gerði þó. Skýringu Ögmundar á þeirri afstöðu afstöðu sinni segir hann vera að hann vilji sjá hver afstaða þjóðarinnar verður við slíkri umsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég leyfi mér að benda þingmanninum á að það hefði verið afskaplega einfalt að fá úr því skorið hjá þjóðinni, hver vilji hennar væri í málinu, og það án alls þess ofurkostnaðar og fyrirhafnar, sem þarf að leggja í til að þóknast skrifveldinu í Brussel. Það hefði verið að boða til kosninga um málið fyrirfram; málið dautt.
Aldrei andvígari ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig er hægt að kjósa um eitthvað sem engar upplýsingar lyggja fyrir um. Það veit enginn hvað okkur býðst hjá Evrópusambandinu og heldur ekki hvað við þurfum að láta af mörkum í staðinn. Treystir þú þér til að kjósa um slíkt.
Ég kýs að vera vel upplýst um málið og vil því gjarnan fara í aðildarviðræður og sjá nákvæmlega um hvað málið snýst og taka síðan upplýsta ákvörðun um það hvort ég vel Evrópusambandið eða ekki. Ég tel að annað sé mjög svo óábyrgt.
Hanna (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.