15.2.2010
Ef aðeins hefði verið samið betur áður
Það er orðið allnokkuð síðan að Steingrímur J. Sigfússon sagði að pólitískur lærifaðir hans, Svavar Gestsson, væri á leið heim með glæsilega afurð samninga við Breta og Hollendinga.
Öllum er nú kunnugt um glæsileikann á þeirri útkomunni, en óneitanlega leitar hugurinn til þessarar yfirlýsingar fjármálaráðherrans nú þegar hann telur sig vera minna en hóflega bjartsýnan á það, sem fengizt gæti úr þessari hugsanlegu þriðju samningalotu.
Hann verður að hafa það hugfast að hann þyrfti ekki að vera á kafi í áhyggjum í dag ef hann aðeins hefði haft döngun í sér til til að láta raunverulega og reynda samningamenn annast ferlið í heild sinni, ekki pólitískan læriföður, sem í ljós hefur komið að réð engan veg við verk það, sem honum var falið.
Hóflega bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er eitthvað að þetta er ekki í lagi þar er langur vegur frá.
Sigurður Haraldsson, 16.2.2010 kl. 01:58
Enginn er fullkominn. Sá sem stoppar við "EF og HEFÐI" kemst ekki áfram í lífinu. Ég var og er ekkert frekar Steingríms-aðdáandi en annara, en spyr nú: hvað á maðurinn að gera núna?
Hann er í ríkisstjórn með fólki sem láta sum hver stjórnast af svikara-hræ-ætum og dragbítum þjóðarinnar, sem komu Íslandi í gjaldþrot!!! Bæði í stjórn og stjórnar-andstöðu er þetta fólk sumt enn að þvinga og kúga á ósiðlegan og ólíðandi hátt???
Ég virði viljann fyrir verkið hjá Steingrími. Enginn gerir kraftaverk án stuðnings. Við almúginn berum vissa ábyrgð á framgangi mála.
Hefðuð þið getað gert betur í þessari stöðu en Steingrímur??? Að leysa þessi mál á einfaldan og auðveldan hátt! Semsagt að greiða úr samskipta-vanþroska-rökræðum í flokka-klíku-rugli sem er "úti á túni" í skilningi á því að hér þarf að bjarga þjóðinni og vinna óháð öllum flokks-hagsmunum? Og um svo alvarleg svika-mál sem nú eru að kúga og hrekja fólk frá þessu landi, eða það sem verra er: að kúga til uppgjafar fólkið í föðurlandinu, með úrræðum sem eru ó-möguleg!
Og stjórn og stjórnar-andstöðu-svika-liðar stjórna enn þótt fangelsis-tækir séu!!! "Einu sinni var talað um að vera klepptækur"?
Sjálfsmorð er hjá mörgum eina leiðin til að sleppa við van-næringu, geðveiki og undirheima-lífsmáta!!!!!! Þegar fólk hefur ekki heilsu, mat, húsaskjól né von, og því síður pening fyrir farinu til annarra norður-landa sem eru mannúðlegri og þróaðri í að framfylgja lögum og reglum fátækra, jafnt sem ríkra, ja þá fer illa statt fólk að missa vonina og eðlilega
Vaknið!
Íslendskir embættis og topp-banka-svikarar sem eruð við völd og ætlið endalaust að kreista krafta úr sveltandi fólki! Þið eruð feigir ef þið farið ekki að sýna vott af mannúð og réttlæti! Þetta er farið að líkjast gyðinga-hatri og útrýmingu þeirra.
Hér er það bara í þeirri mynd að þeir ríku ætla að útrýma þeim fátæku, sama hvað það kostar! Semsagt: þú skalt þræla og svelta eða flýja land!
LJÓTT EN SATT.
Gleymum ekki að bankaræningjar og svika-embættis-fólk í lausagöngu stjórna Íslandi í dag!
Ég er ekki tilbúinn að rífa niður Steingrím né aðra fyrir mistök í stjórn, sem kom til vegna gífurlega spillts embættis og stjórkerfis á Íslandi undanfarinn áratug.
Hins vegar hef ég illan bifur á þeim sem enn sitja á alþingi og í öllum embættum á Íslandi með "svarta-péturs-fortíð" á bakinu og segjast vita hvernig við komust best út úr vandanum! Þeir ættu með réttu, í þróuðu norðlensku landi að vera í fangelsi!!!!!
Eru þeir trausts þjóðfélags-þegnanna verðir, til að koma með réttlátar lausnir úr þingheimi eða ríkisstjórn???
Þá er ég að tala um þá sem nú þegar hafa fengið niðurfellingu eða frystingu á kúlu-lána-áhættu-svika-skuldum með sannanlegum og opinberum upplýsingum frá Íslenska rannsóknar-fréttablaðsins DV. Þökk sé þeim hjá DV!
Svo skal fátækur og sjúkur ellilífeyrisþeginn, heiðarlegur skattborgarinn og aðrir "smátt og smátt" öreigar, og illa staddar atvinnulausar barnafjölskyldur borga brúsann? Er einhver í rauninni sem skilur einhvern snefil af þessu rugli?
Hefur einhverjum dottið í hug að Steingrímur í eigin persónu þurfi stuðning frá Íslensku þjóðinni gegn þessu svika-liði til að ná fram einhverskonar mögulegum, réttlátum aðgerðum, með þetta kúlulána-þjófa-gengi inni á gafli hjá sér?????? Ég efast um það, miðað við umræðuna núna!
Nú fara opinberir þjófar á þingi mikinn í umræðunni, til stuðnings Íslands, í samningaviðræðum við Breta og Hollendinga með bjartar vonir? Þjófarnir eru enn við völd og eru að semja um framhaldið kæra fólk? Ég veit hvað mér finnst um svika-útsendara sjálfstæðs ríkis sem hefur svikið sína þjóð og aðrar.
Vonast eftir góðum samningum? Með hruna-kóngana í ríkisstjórn landsins í broddi fylkingar til að biðja um betri kjör! Fyrir hvern? Þetta er í raun fáránlegur skrípaleikur! Það sjá allir nema svikulir embættismenn þessarar þjóðar. SIÐBLINDA?
Svo sem Bjarni Benidiktson og fleiri "góðir menn". Þeir svikarar hafa oftar en ekki haft því skammtíma-peninga-láni að fagna að geta yfirboðið fátæka manninn og beitt áróðri sem er þeirra einka-svika-fyrirtækjum í hag?
Og ekki gleyma því að áróðurs-auglýsingarnar eru á kosnað tryggu hjújanna í þessu landi, sem hafa alltaf haldið uppi þessu landi með sínu gífurlega mikilvæga innleggi, með striti frá morgni til kvölds af heiðarleika og velvilja í þágu landsins, og án svika-hugsana gagnvart sínum þjóðfélagsþegnum. M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.2.2010 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.