Fræknir félagar, Steingrímur, Indriði og Svavar

Það hefur verið hreint með ólíkindum að fylgjast með þeim fóstbræðrum Steingrími J. Sigfússyni og Indriða H. Þorlákssyni undanfarna daga.

Nú þegar möguleikar, þó óljósir séu, virðast vera að koma í ljós á að hugsanlegt sé að unnt verði að komast hjá obbanum af því stórtjóni, sem Svavar ég-nennti-ekki-að-hafa-þetta-hangandi-yfir-mér-lengur Gestsson og téður Indriði hafa valdið þjóð sinni með einhverri þeirri verstu frammistöðu í samningagerð, sem sögur fara af, lætur fjármálaráðherrann sig hafa það að birtast í sjónvarpsfréttum, afundinn, fúll og fámáll. Það er greinilega fjandanum erfiðara að þurfa að viðurkenna að samningsstaðan, ef stöðu skyldi kalla, sem þeir félagar og vinir ráðherrans komu okkur öllum í var eins langt frá því að vera boðleg og hægt er að láta sér detta í hug.

Svo fer Indriði H. á kreik og dreifir gömlum samningsdrögum, sem enginn kannast við að hafi verið neitt nema hugmyndavinna síns tíma, hvorki kynnt sem drög einu sinni, fyrir þingi eða ríkisstjórn, og heldur því gleiður blákalt fram að það, sem félagi Svavar og hann hafi barið saman og fengið félaga Steingrím til að reyna að berja í gegnum þingið, hafi verið ígildi testamentis og beri að umgangast af eintómri virðingu. Einhverjum datt í hug að spyrja í skrifum sínum hvaða liði þessi maður léki með.

Er það nema von að mönnum ofbjóði „makalaust innlegg“ aðstoðarmanns þeirra Steingríms J. og Svavars. Dómgreindarleysið er algjört, vaðallinn ámælisverður og tímasetningin til þess eins að eyðileggja það, sem þó hefur verið gert til að hreinsa upp eftir hann og félaga hans.


mbl.is „Makalaust innlegg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður sér Bakkabræður í nýju ljósi eftir að fylgjast með þessum fuglum.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 10:15

2 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Bjarni vill bara koma stjórninni frá annað er það ekki. Vill ekki sjá staðreyndir málsins.Fáránlegur málflutningur hans.

Árni Björn Guðjónsson, 11.2.2010 kl. 10:28

3 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Bakkabræður myndu sjálfsagt móðgast sárlega við að vera líkt við Steingrím, Svavar og Indriða. lái þeim hver sem vill.

Gunnar Gunnarsson, 11.2.2010 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband