Færsluflokkur: Íþróttir
20.6.2010
Augnakonfekt
Það er sennilega ekki til fyrirmyndar að nota helgar að sumri til í sjónvarpsgláp.
Hjá því verður bara ekki komizt að setja sig niður fyrir framan skjáinn og berja augum snillingana, sem taka þátt í US Open þetta árið. Hanga meira að segja yfir þeim fram undir morgunmjaltir.
Fótboltinn hefur valdið hálfgerðum vonbrigðum; litlitlir leikir og lúðrabaul.
Það er gaman að sjá að Tiger Woods við það að hrökkva aftur í gírinn og bjóða upp á gamalkunna snilldartakta.
![]() |
Tiger, Els og Mickelson í baráttunni um sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2009
Flottar, að vanda
Var að horfa á enska boltann, en þar var lítið að sjá nema hefðbundna taugaveiklun í upphafi vertíðar og færði mig því yfir til landsleiks Íslands og Serbíu.
Það var eitthvað annað að sjá til stelpnanna okkar (engar gæsalappir) taka Serba í bakaríið. Þarna er á ferðinni heimsklassalið, sem stöðugt sýnir að það er hægt að halda úti alvöru landsliði hér á skerinu, þó strákagreyjunum hafi ekki tekizt að sýna það ennþá.
![]() |
Margrét Lára sá um Serbana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2009
Að sjálfsögðu
Guð láti gott á vita.
Það var ekki seinna vænna að alvöru fótboltalið léti að sér kveða þarna í Vesturbænum.
Framtíðin er ráðin.
![]() |
Valssigur á KR-velli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2009
Klassagolf
Það er ekki nóg að þarna hafi verið að sjá kempurnar Hermann Hreiðarsson, Eið Smára Guðjohnsen og Sol Campbell á gagnmerku góðgerðarmóti í Vestmannaeyjum.
Það, sem skiptir máli er klæðnaðurinn! Svona klæddir mæta aðeins sannir herramenn til leiks í golfi. Hreinn klassi.
![]() |
Kunnir kappar á Herminator golfmótinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 29.6.2009 kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2009
Fylgzt með í barnaafmæli
Haldið var upp á sjö ára afmæli dótturdóttur minnar í dag með pompi og prakt og öllu því sem til heyrir afmælishaldi ungrar manneskju, sem finnst fátt, ef nokkuð, skemmtilegra en að fá afa og ömmur, frændur og frænkur í heimsókn til sín til að taka þátt í herlegheitunum og njóta þeirra.
Svona útundan okkur gátum við, helsjúkir áhugamenn um íslenzkan handbolta, gjóað augunum á sjónvarpsskjá og fylgzt með gengi íslenzka landsliðsins í handbolta.
Það var vissulega svekkjandi að ná ekki þessum tveimur stigum, sem þurfti að ná til að komast upp úr riðlinum á EM, ekki sízt fyrir að hafa tvisvar náð fimm marka forystu í seinni hálfleik.
Aldrei þessu vant er ég þó ekki jafn vonlítill um gang mála og raunin hefur verið þegar Íslandi hefur mistekizt að vinna krítískan leik. Í raun er ég hinn vonbezti um að þetta á eftir að ganga eftir og hef þá í huga að í dag vorum við án margra okkar reyndustu manna.
Þeir, sem voru næstum búnir að ná þessu fyrir okkur eiga greinilega framtíðina fyrir sér og þegar þeir ná saman við þá, sem voru fjarverandi í dag vegna meiðsla, kvíði ég engu. Hér er á ferðinni hörkulið, sem getur aðeins orðið betra.
![]() |
Aftur gerðu Íslendingar og Norðmenn jafntefli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)