Færsluflokkur: Menning og listir
19.6.2009
Fúlar listaspírur
Þeir, sem hafa sett sig upp á móti útnefningu Steinunnar Sigurðardóttur sem borgarlistamanns Reykjavíkurborgar 2009 ættu að skammast sín.
Hér er á ferðinni kona, sem náð hefur langt á heimsvísu með listsköpun sinni og verið sjálfri sér og Íslandi til mikils sóma.
Kverúlantar í Bandalagi íslenzkra listamanna setja sig upp á móti Steinunni vegna þess að hún er ekki með passa, sem þeir hafa gefið út. Bendi þeim kurteislega á að það er ekki hagsmunaaðila í klíkum að leggja mat á hvað er list og hvernig hún skuli verðlaunuð.
![]() |
Fagna útnefningu Steinunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2009
Verðskuldaður heiður
Það er sérlega vel til fundið að stofna til listaverðlauna í nafni Errós.
Með þeim verður með þökkum haldið á lofti nafni þessa örláta listamanns, sem gefið hefur Reykjavíkurborg stóran hluta listsköpunar sinnar og er enn að.
Það var kominn tími til að viðurkenna í verki örlæti þessa eins hins fremsta listamanns, sem landið hefur alið.
![]() |
Ný verðlaun kennd við Erró |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)