Í umsjón óstarfhæfrar stjórnar

Sú staðreynd að eignir Landsbankans dugi ekki fyrir Icesave-skuldbindingum er ekki frétt. Þetta hefur verið vitað síðan fljótlega eftir að samningar voru gerðir sem gerðu ráð fyrir að setja í pant eigur íslenzka ríkisins, íslenzku þjóðarinnar.

Það, sem er síðan að koma betur og betur í ljós er að ríkisstjórnin hefur enga burði til að ráða við þetta tröllaukna vandamál. 

Hún er klofin þvers og kruss. 

Ekki aðeins í Icesave-málinu, heldur, og miklu fremur, í öllu, sem við kemur ESB, viðræðum og hugsanlegri umsókn.

Á erfiðum tímum verður að vera hægt að treysta á samstíga og samhenta ríkisstjórn. Því er ekki að heilsa þessa dagana.

 


mbl.is Eignir duga ekki fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hjá mér beinist bræði mín fyrst og fremst að þeim stofnuðu til þessa hryllings. Landsbankans, eigenda og stjórnenda. Þeir eru vart nefndir á nafn í umræðunni.

Finnur Bárðarson, 22.6.2009 kl. 17:07

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Að því kemur, Finnur. Ætli við eigum ekki nóg með hörmungina í ástandinu eins og það er.

Gunnar Gunnarsson, 22.6.2009 kl. 17:36

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Rétt hjá þér Gunnar, maður fer að verða ansi frústreraður yfir þessu öllu saman

Finnur Bárðarson, 22.6.2009 kl. 18:06

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Á meðan leikur BjöThor sér á einhverri snekkju við Cannes.

Villi Asgeirsson, 22.6.2009 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband