Tíðindalaust af vesturvígstöðvunum

Forystumenn stjórnarflokkanna hafa tekið sér frí í dag frá tedrykkju og snittum.

Það er engin þörf að fara sér óðslega, enda ekkert að gerast, sem kallar á viðbrögð. 

Heimilin glíma við sína óyfirstíganlegu skuldahala, atvinnuvegirnir eru við það að leggja endanlega upp laupana, stýrivextir eru ellefu sinnum hærri en verðbólga síðustu þriggja mánaða, bankakerfið virkar ekki, krónan fellur með hverjum degi, sem líður.....

Það liggur ekkert á. Tökum okkur bara frí í dag. Það er ekkert að gerast.


mbl.is Hlé á viðræðum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband