Sá yðar, sem syndlaus er ...... 37% mæting

Þegar menn fara og segja öðrum til syndanna, að ekki sé talað um að það sé gert á opinberum vettvangi, með fyrirferð og bægslagangi, ættu viðkomandi að líta fyrst í eigin barm og kanna sína stöðu.

Við lauslega skoðun hefur komið í ljós að oddviti samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki beint verið einn þeirra, sem státað geta af 100% mætingu, t.d. í stjórn Faxaflóahafna. Af ellefu fundum, sem haldnir hafa verið, hefur varaformaður samfylkingarinnar setið fjóra.

Ég endurtek: Fjóra. Það reiknast sem 37% mæting. Á sjö fundi hefur orðið að kalla til varamann með þeim kostnaði, sem slíku fylgir.

Áður en menn fara að andskotast í öðrum með mætingu á fundi, sem þeir vissulega ættu þó að sinna, ættu þeir að líta í eigin barm og kanna eigin stöðu.

Mætingardæmi varaformannsins og oddvitans er engan veginn lokið.

 


mbl.is Mæting Sigmundar Davíðs gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Björk Vilhelmsdóttir -  ætlaði heldur betur að skjóta Samfylkingunni upp á stjörnu himininn - með vandlætingu sinni á vanrækslu Sigmundar Davíðs.

Henni láðist bara að skoða endinn í upphafinu - og það með að þar sem Samfylkingin býr í glerhúsi fyrir opnum tjöldum - hlaut athyglin að beinast að þeim sjálfum í Samfylkingunni Degi B. Eggertssyni - henni sjálfri og fleirum þar innanbúðar.

Verði þeim að góðu........! 

Benedikta E, 4.11.2009 kl. 18:38

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Væri þetta mæting í skólanum væri viðkomandi fallinn. Kolfallinn. Kveðja.

Þráinn Jökull Elísson, 4.11.2009 kl. 18:39

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég ætla ekki að verja Sigmund Davíð, enda hlýtur hann að vera maður til þess að gera það sjálfur. En það er lagt síðan að maður hefur séð nokkurn skjóta sig jafn heiftarlega í fótinn og hún Björk Vilhelmsdóttir gerði í þessari uppákomu.

Hvernig var þetta aftur með bjálkann og flísina?

Emil Örn Kristjánsson, 4.11.2009 kl. 23:44

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég ætla ekki að verja Sigmund Davíð, enda hlýtur hann að vera maður til þess að gera það sjálfur. En það er lagt síðan að maður hefur séð nokkurn skjóta sig jafn heiftarlega í fótinn og hún Björk Vilhelmsdóttir gerði í þessari uppákomu.

Hvernig var þetta aftur með bjálkann og flísina?

Emil Örn Kristjánsson, 4.11.2009 kl. 23:47

5 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Ég held að flestir séu sammála um að þetta hafi verið einhver vesælasta tilraun spunaverksmiðju samfylkingarinnar til þessa.

Ég tek undir með þér Emil Örn, að meiningin er ekki að halda uppi vörnum fyrir formann Framsóknarflokksins; hann getur séð um það sjálfur. 

Í þessu tilviki mistókst spunakringlunum bara svo herfilega að það setur að manni aulahroll við að horfa upp á þessa hörmung. 

Gunnar Gunnarsson, 5.11.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband