Helmingi fleiri, takk

Var að lesa frétt um að Norðmenn hefðu ákveðið að láta bólusetja alla norsku þjóðina og að heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa einnig byrjað undirbúning fyrir bólusetningu á allri bresku þjóðinni gegn H1N1.

Þá berst frétt um að ákveðið hafi verið að bólusetja helming Íslendinga.

Væri nú ekki ráð að hafa samband við GlaxoSmithKline og tvöfalda pöntunina; jafnvel þó um sé að ræða stórar fjárhæðir. 

Orð sóttvarnalæknis um „að bólusetja helming þjóðar [sé] gríðarlega mikil bólusetning og myndi örugglega hafa veruleg áhrif til að draga úr faraldrinum“ duga ekki. Málið er ekki að reyna að draga úr faraldrinum. Málið hlýtur að snúast um að reyna að koma í veg fyrir faraldurinn.

Við þurfum ekki, á þessu „annus horribilis“, að bæta á okkur ígildi spænsku veikinnar. Það er eiginlega komið nóg.

 


mbl.is Bóluefni á leið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband