Ekkert ætlar að ganga upp hjá Vinstri grænum

Það virðist sem ekkert ætli að ganga upp þrautalaust hjá þessari blessuðu ríkisstjórn. Ef síðan fæst loks botn í málin, er það eftir endalaust japl, jaml og fuður. Engin ríkisstjórn á Íslandi hefur átt jafn þversagnakenndan feril og þessi vinstristjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Þetta er eins ótrúverðug stjórn og hugsazt getur.

Ekki hefur það gengið þrautalaust að vinna Icesave-hörmunginni brautargengi. Hver höndin upp á móti annarri og alls ekki víst að málið komist í gegnum þingið.

Varðandi aðildarviðræður við ESB, þá hefur Samfylkingunni þóknazt að hafna tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Ástæða þessarar höfnunar er óskiljanleg þegar hafður er í huga alvarleiki þess, sem þjóðin þarf að taka afstöðu til.

Landsfundur Vinstri grænna, haldinn næst síðustu helgina í marz, lagðist gegn aðild að ESB og Steingrímur J. Sigfússon lét hafa það eftir sér að rök gegn aðild hefðu styrkzt nýlega.

Nú ætla Vinstri grænir samt að leggjast í gólfið og lúffa fyrir samstarfsflokki sínum þótt það kosti að gengið sé gegn nýlegri landsfundarsamþykkt og að þingmenn kjósi gegn sannfæringu sinni.

Það er Steingrími J. greinilega mikils virði að fá að sitja í ríkisstjórn.

 


mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband