Lágkúruleg aðför að starfsmönnum

Það er sennilega fátt lágkúrulegra en að ógna starfsfólki, á einn eða annan máta, fyrir afglöp, eða meint afglöp, vinnuveitanda.

Í tilefni af þessari frétt eru menn svo að blogga um hina furðulegustu hluti eins og þá að Björgólfur Thor eigi nóg af peningum,  Raunhæft tilboð?!, Afskriftir handa öllum, o.s.frv. Koma þessu máli ekkert við.

Við skulum hafa í huga að ákvörðun hefur ekki verið tekin í þessu máli og þó hún verði tekin, þá væri rétt að beina reiði sinn að ríkisstjórninni sem fulltrúa eiganda bankans, ríkisins. 

Ákvörðun af þessu tagi verður aldrei tekin af starfsmönnum bankans án fulltingis æðstu fulltrúa eiganda bankans. Ákvörðunin yrði aldrei tekin án fulltingis ráðherra bankamála. 

 


mbl.is Öryggi starfsmanna ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Ég spyr hvað varð af þessum 70 milljörðum sem Björgólfur kom með heim frá Rússlandi

Égf hélt þegar hann keyptiLandsbankan að hann hefði staðgreitt en nei ekki aldeilis heldur fengu þeir lám hjá búnaðarbankanum fyrir því en virtust ekki hafa borgað til ríkisins ,hvert fóru þessir peningar og eigum við svo að borga fyrir óráðsíu þessa fjárglæframanna og gefa þeim einhvern afslátt afskuldum sem við almúginn munum aldrei fá ?

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 8.7.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Ég spyr líka, hvernig staðið var að greiðslum fyrir Landsbankann. Það er líka mín meining að hver einasta króna, sem fengin var að láni verði greidd. Skuldirnar verða, hins vegar, ekki greiddar með því að berja á starfsmönnunum. Það eitt er klárt.

Gunnar Gunnarsson, 8.7.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband