Þröng túlkun, brot á launamönnum

Um það er ekki deilt að almenna reglan, sem í þessu tilviki er lágmarkskrafa, byggð á lágmarkasréttindum, er að starfsmenn fái greidd laun innan uppsagnarfrests.

„Ég sé ekki betur en að slitastjórnin hafi fullar heimildir til að greiða launin og sé það skylt, svo fremi að eignir séu til fyrir greiðslu launa og annarra forgangskrafna í þrotabúi Spron“ sagði Álfheiður Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar á dag, í dag.

Kaupþing, ríkisbanki, hrifsaði til sín rekstur SPRON, þrátt fyrir að einkabanki, MP Banki hefði lýst sig fyllilega reiðubúinn til að halda rekstrinum áfram og koma þannig á veg fyrir að stór hluti starfsmanna SPRON missti vinnuna. Úr því að ríkisvaldið taldi hagstæðast að valda fjölda starfsmanna sparisjóðsins atvinnuleysi, þá getur það varla talizt annað en sanngjarnt að ríkissjóður standi undir lágmarkskröfu þessara fyrrverandi starfsmanna með því að greiða þeim laun.

Að valda starfsmönnunum þessari óvissu hvað varðar réttarstöðu, að þeir geti síðan hvorki sótt um atvinnuleysisbætur, né leitað til ábyrgðarsjóðs launa með laun, er forkastanlegt. Brot á lágmarksréttindum.

 

 

 


mbl.is Óvissa með laun starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband