Er eitthvað alvarlegt að Ögmundi?

Það má ekki hafna í hefðbundnum hjólbörum (sic) flokkastjórnmála. Þetta er mál sem við eigum að taka á óháð flokkalínum“ segir ráðherra heilbrigðismála, Ögmundur Jónasson.

Þessi sami Ögmundur virðist ekki átta sig á því að hann er ráðherra í ríkisstjórn, sem hefur það sem eitt af sínum meginstefnumálum að koma Icesave-málinu, hvað sem mönnum kann svo að finnast um það mál, í gegnum þingið.

Það eru sennilega flestir, sem taka undir með Ögmundi að það er fáránlegt að láta litla þjóð standa við skuldbindingar sem þessar, eina á báti. Um það snýst hins vegar ekki málið þegar að ráðherranum kemur. Hann getur ekki búizt við því að þingmenn annarra flokka komi ríkisstjórn, sem hann á aðild að, til hjálpar vegna þess að honum þóknast að hlaupa undan merkjum.

Þegar að því kemur að skrifa sögu stjórnmála okkar tímabils hlýtur að þurfa að helga Ögmundi Jónassyni sér kapítula.  


mbl.is Ögmundur ekki ákveðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Hvað er eiginlega að því að reyna að meta þetta mál eftir bestu getu og láta ekki flokinn ákveða það fyrir sig? 

Mofi, 2.7.2009 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband