Er nokkur hissa?

Það er væntanlega enginn hissa á því að 60% landsmanna séu mótfallnir þessu ótrúlega samkomulagi þeirra Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar, sem Samfylkingin og Vinstri hreyfingin, grænt framboð hafa tekið að sér færa í lög með setningu ríkisábyrgðar.

Það, sem gerir þó útslagið með forundran flestra er að foringjar vinstri flokkanna virðast raunverulega trúa því að þarna hafi verið vel samið.

Fjármálaráðherra hélt því fram í gær að lán Norðurlandanna væru „pólitísk lán“ og þess vegna væru þau svona „hagstæð“. Norðurlandalánin eru langt frá því að vera hagstæð, 2,75% ofaná breytilega grunnvexti, sem standa í dag í 1,08%. Þau eru þó skömminni skárri en 5,55% hörmungin, sem Svavar og Indriði sömdu um.

Það, sem undrar mig er að ekki skuli nema 60% þjóðarinnar vera andstæð. Það hlýtur að breytast.

 

 


mbl.is Meirihluti mótfallinn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Verulega þroskaheft sjónarmið.

Björn Birgisson, 1.7.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband