Stærsti sirkus heims?

Nú þegar trúðarnir komast til valda með dyggri aðstoð Dags B. verður fróðlegt að sjá hvernig grínið kemur til með að þróast.

Ekki þarf að búast við að menn leggi mikla áherzlu á að reka borgarsjóð án taps. Það er ekkert skemmtilegt og ekkert fyndið við það að fást við svoleiðis verkefni.

Ekki þarf heldur að gera ráð fyrir að reynt verði að atvinnumálum verði sýnd mikil athygli. Hundleiðinlegt verkefni, sem enginn skemmtir sér við að fást við og reyna að leysa.

Fasteignagjöld. Djók.

Útsvar. Djók.

Hvað ætla menn að gera? Ja, vit vitum það ekki, en það kemur í ljós.

Þannig má búast við að þetta nýja samkrull, sem orðið er til vegna alvarlegrar tilvistarkreppu Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar í Reykjavík, fyrir tilstuðlan trúðagrúppunnar, verði að fyrirferðarmestu grínsýningu í Evrópu, jafnvel heimi.

Ekki þarf að búast við að þetta standi í fjögur ár. Til þess yrði það ekki nógu fyndið, en slæmt verður þetta meðan það stendur.


mbl.is Jón Gnarr verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband