Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sovét-Ísland, óskalandið

Sovét-Ísland
óskalandið
hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng
þögnin nógu þung
þorstinn nógu sár
hungrið nógu hræðilegt
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?

Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur lengur, félagar Steingrímur, Ögmundur og Atli.

Það er komið.


mbl.is Krefst frávísunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegt

Það er í hæsta máta dapurlegt til þess að hugsa að ÓRG skuli vera sá eini, sem lætur að sér kveða og tekur til varna fyrir land og þjóð nú í kjölfar þjóðaratkvæðis.

Aðrir tifa um vettvang með fýlusvip og segja lítið af viti. Það er ekkert að heyra frá áhangendum ríkisstjórnarinnar í erlendum fjölmiðlum.

Bölmóður, á borð við svartar yfirlýsingar Vilhjálms Egilssonar er það eina, sem heyrist.

Gera menn sér ekki grein fyrir því að það þarf að láta í sér heyra?

Það verður ekki af ÓRG skafið að með viðtölum á borð við það, sem Bloomberg átti, fer hann á kostum.


mbl.is Ömurleg frammistaða Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brotin krosstré

Úr því að nú hafa brugðizt krosstré sem önnur tré (við þessu var alltaf búizt af hinum trjánum), er þess kannski að vænta að ÓRG hafi döngun í sér til að hafna á ný lögum um Icesave-vitleysuna og vísa þeim til þjóðarinnar til endanlegrar afgreiðslu.

Þar er um að ræða þann eina vettvang, sem ásættanlegur er fyrir þennan stóra skandal.

Lögunum var hafnað í fyrri umferð, ekki eingöngu vegna þeirra risaskuldbindinga, sem þau hefðu haft í för með sér, heldur, og ekki síður, vegna þeirrar einföldu staðreyndar að verið er að þröngva þjóðinni til að gangast undir ábyrgð, sem er ekki hennar.

Var ekki, er ekki og verður ekki.

Önnur málsmeðferð er með öllu óásættanleg. 


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðvitundarlitli ráðherrann

Það er með hreinum ólíkindum hvað þessi fjármálaráðherra okkar viðist illa tengdur við veruleikann.
Flesta rekur líklega minni til fjálglegra yfirlýsinga Steingríms J. um „glæsilega“ niðurstöðu félaga Svavars Gestssonar í niðurstöðu samninga um Icesave á sínum tíma.
Síðan hafa ótal hlutir verið að smella saman „öðru hvoru megin við helgina“, en þannig hafa viðbrögð hans gjarnan verið við spurningum um lausn erfiðra mála, sem flest eru annað hvort enn óleyst eða hafa verið sett fram í einhverju skelfilegu skötulíki. Þar nægir að benda á skuldavanda heimila og fyrirtækja.
Nú fær ráðherrann eitt sparkið enn: Lífeyrissjóðirnir munu ekki koma að neinni vinnu við vegaframkvæmdir og gera að engu yfirlýsingar um „býsna myndarlegan jólapakka“.
Þessi fyrrverandi íþróttafréttamaður á RÚV ætti að kanna hvort ekki væri möguleiki á að fá slíkt starf aftur; hann er ekki alveg að ná stími sem trúverðugur ráðherra fjármála.
mbl.is Viðræðuslit við lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja...

Það hefði verið nær að halda útblástursfund borgarstjóra hér í Reykjavík þar sem borgarstjórinn er lítið nema útblástur.
mbl.is Borgarstjórar gegn útblæstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harmagrátur aðildarsinna

„Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir“ er niðurlag fréttar Morgunblaðsins um „lokun aðildarglugga“ að Evrópusambandinu. Blaðamaður hefur sjálfsagt viljað fá það staðfest að aðlögunarviðræður utanríkisráðherrans við Evrópusambandið séu að verða að engu.

Það er skiljanlegt að ráðherrann vilji ekkert um þessi vonbrigði ræða og hangi því úrillur heima hjá sér og vilji ekki við neinn tala.

Þá er bara að vona að aðlögunarhjalið taki sem lengstan tíma þannig að ábyrg stjórnvöld beri gæfu til að slá þau af í eitt skipti fyrir öll.

 

 

 


mbl.is Aðildargluggi að lokast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánleysið lekur af þeim

Þegar sýnt var í sjónvarpi frá „sameiginlegum fundi“ stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka, sem boðað hafði verið til undir þeim formerkjum að ræða skyldi „þann vanda sem almenningur stendur frammi fyrir“ var mér endanlega öllum lokið.

Ég hef aldrei búizt við miklu af þessari ríkisstjórn, sem þóttist hafa sett sér það markmið að sett skyldi á stofn „velferðarstjórn að norrænni fyrirmynd“. Markmið hennar yrði m.a. það að slá skjaldborg um heimilin í landinu og atvinnuvegunum gert kleift að sinna sínu hlutverki.

Ekki þarf að fara mörgum orðum um „skjaldborgina“. Það sýndu þær þúsundir, sem mótmæltu af krafti við Alþingishúsið í gærkvöldi (þá á ég ekki við skrælingjana, sem fengu upplagt tækifæri til að láta allt lauslegt dynja á Alþingi til þess eins að valda sem mestum skemmdum, skemmdanna vegna).

Þarna voru samankomnir borgarar þessa lands, sem orðið hafa fyrir skakkaföllum og ættu að vera meðal þeirra, sem slegin hefði verið skjaldborg um.

Í lok látanna var sýnt viðtal við forsætisráðherra þar sem hún, með sínum hefðbundna fýlusvip, lýsti því yfir að stjórnarandstaðan yrði kölluð á fund og farið yfir málin.

Það var svo gert, en að þeim fundi loknum kom berlega í ljós að ekkert hefði gerzt. Akkúrat og nákvæmlega ekki neitt. Það var kallaður saman fundur til þess eins að unnt væri að segja að fundur hefði verið haldinn. Það á engu að breyta og það á ekkert að gera.

Lánleysið, fýlan og getuleysið, sem lekur af þessu forystupari ríkisstjórnarinnar, þeim Jóhönnu og Steingrími er með þeim ólíkindum að manni býður í grun að þau hafi sett sér það markmið að valda sem mestu tjóni, einstaklingum sem atvinnuvegum, sem þeim væri unnt.

Hrunið var slæmt, en það sem á okkur hefur dunið í kjölfar þess undir forystu þessara lánlausu vinstri vesalinga er lítið betra.

 

 


mbl.is Mikilvægt að ná samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkuveita Reykjavíkur og vizka trúðanna

Það er í anda annars, sem unnið hefur verið á vegum trúðanna í borgarstjórn Reykjavíkur, að reka forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og valda með því aukinni ólgu og óstöðugleika innan fyrirtækisins á viðkvæmum tímum. 

Í raun er aðeins fært í stílinn með því að tala um að eitthvað hafi verið „unnið á vegum borgarinnar“ af trúðagenginu því sannast sagna hefur ekkert verið gert, sem talizt getur til vitrænna verka. Nóg er um skæting, útúrsnúning, lélega brandara og almennan ræfildóm, sem látið er koma í stað raunverulegrar vinnu við stjórn Reykjavíkurborgar.

Nýr „starfandi stjórnarformaður“ Orkuveitunnar ætlar svo heldur betur að sýna í verki að tekið verði á vandamálum fyrirtækisins með því að vísa forstöðumanni þess á dyr og látið er í veðri vaka að tekið verði til hendinni við að kippa í liðinn afleiðingum lélegrar stjórnar Sjálfstæðismanna í málum eins öflugasta orkuframleiðanda landsins.

Það er rétt að hafa í huga að öll þau vandamál, sem plaga Orkuveituna í dag eru arfleifð R-listans sáluga. Á hörmungatímum þeirra óstjórnar var ráðizt í fjárfestingar og framkvæmdir, sem eru að kaffæra fyrirtækið í dag. Þetta var unnið á vegum Samfylkingarinnar, sem leit með velþóknun til stjórnar snillingsins Alfreðs Þorsteinssonar, sérfræðings í eldi á risarækju og sérstaks velunnara LínuNets. 

Fráfarandi forstjóri var verkstjóri erfiðrar vinnu, sem unnin var við endurfjármögnun Orkuveitunnar. Sú vinna hafði gengið vel þó við erfiðleika væri að etja. Stefnt hefur verið að því að leysa rekstrar- og fjárhagsvanda Orkuveitunnar þannig að áhrifin yrðu sem minnst hjá hinum almenna notanda.

Sú undirbúningsvinna féll ekki í kramið hjá núverandi meirihluta. Það vantaði allan brussugang og hávaða. Það var einungis unnið að því að bæta fyrir ákvarðanir R-listans og stóð til að gera það á yfirvegaðan hátt. Það dugði ekki. Trúðarnir vildu flugelda. Nú hafa þeir skotið þeim á loft og verður að vona að blysin fari ekki í andlit okkar borgarbúa, sem komum til með að standa undir kostnaðinum af flugeldasýningunni.  


Það er enginn spámaður í.....

Nei, það er svo sannarlega enginn spámaður í sínu föðurlandi. Hinn áttlimaði Páll er lifandi dæmi þar um.

Nú er bara að slá spámanninn af, borða hann með káli og vonast til að hann fari betur í maga en faglegar afurðir hans.


mbl.is Páll fallinn í ónáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðun Sjálfstæðismanna

„Málamiðlun er málamiðlun, þetta er ekki málamiðlun. Þetta sem samþykkt er í dag, er víðs fjarri skoðunum okkar evrópusinna.“

Þeir, sem hingað til hafa talið sig til Sjálfstæðisflokksins, ættu fyrir löngu að vera búnir að átta sig á því að daður við stefnu Samfylkingarinnar í ESB-málum á ekki upp á pallborðið hjá hinum almenna Sjálfstæðismanni. Það kom berlega í ljós á síðasta landsfundi og var einungis áréttað á fundinum í dag.


mbl.is Óþarfi að sundra flokksmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband