Skoðun Sjálfstæðismanna

„Málamiðlun er málamiðlun, þetta er ekki málamiðlun. Þetta sem samþykkt er í dag, er víðs fjarri skoðunum okkar evrópusinna.“

Þeir, sem hingað til hafa talið sig til Sjálfstæðisflokksins, ættu fyrir löngu að vera búnir að átta sig á því að daður við stefnu Samfylkingarinnar í ESB-málum á ekki upp á pallborðið hjá hinum almenna Sjálfstæðismanni. Það kom berlega í ljós á síðasta landsfundi og var einungis áréttað á fundinum í dag.


mbl.is Óþarfi að sundra flokksmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnám verðtryggingar?

Þeir eru margir um þessar mundir, sem hrópa sig hása yfir óréttlæti verðtryggingar og krefjast þess af mikilli eindrægni að fyrirbærið verði afnumið strax.

Ísland er vissulega eitt af fáum löndum, sem viðhefur þessa aðferð við ákvörðun kostnaðar við lántökur. Fyrir því eru sannfærandi ástæður. Ég ætla ekki að rekja þær hér að öðru leyti en að láta fylgja slóð á pistil, sem Víglundur Þorsteinsson skrifaði á AMX fréttavefinn sl. september.

Kíkið á greinina. Hún stendur fyrir sínu.

http://www.amx.is/pistlar/9837/

 


mbl.is Vill verðtryggingu á lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augnakonfekt

Það er sennilega ekki til fyrirmyndar að nota helgar að sumri til í sjónvarpsgláp.

Hjá því verður bara ekki komizt að setja sig niður fyrir framan skjáinn og berja augum snillingana, sem taka þátt í US Open þetta árið. Hanga meira að segja yfir þeim fram undir morgunmjaltir.

Fótboltinn hefur valdið hálfgerðum vonbrigðum; litlitlir leikir og lúðrabaul.

Það er gaman að sjá að Tiger Woods við það að hrökkva aftur í gírinn og bjóða upp á gamalkunna snilldartakta.

 


mbl.is Tiger, Els og Mickelson í baráttunni um sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sovét Ísland?

Undirlægjuháttur og ræfildómur þeirra, sem enn geta fengið það af sér að halda áfram að styðja inngöngu Íslands í Evrópusambandið er með eindæmum og hafa náð nýjum hæðum.

Það liggur fyrir að ESB áskilur sér rétt til að ráðskast með atvinnuvegina, sem kemur bezt fram í nýjustu upplýsingum frá Berlín þar sem þýzka þingið krefst þess að látið verði af hvalveiðum áður en Brussel-veldið láti svo lítið að vefja okkur örmum. 

Ritstjóri Fréttablaðsins fær vart vatni haldið í leiðara 17. júní yfir því að „[a]llar líkur [séu] á því að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykki á fundi sínum í dag að hefja aðildarviðræður við Ísland.“ 

Síðar í leiðaranum segir að „hún [ákvörðun herramannanna í Brussel] er til merkis um að Ísland njóti viðurkenningar sem sjálfstætt, evrópskt lýðræðisríki. Ísland er velkomið í hóp nærri þrjátíu annarra, sem taka sameignlegar ákvarðanir um mikilvæg mál en hafa hvorki fórnað sjálfstæði sínu né sérkennum.“

Þessi leiðari er dæmigerður fyrir dómgreindarskort aðildarsinna, sem ekki heyra, og ekki vilja heyra að verið er að ráðskast með sjálfstæði Íslendinga á ótrúlega óforskammaðan hátt.

Það skyldi þó ekki vera að Sovét Ísland, óskalandið, sem ákveðnir aðilar létu sig dreyma um fram eftir allri síðustu öld, sé loks að verða að veruleika?  Hafa þessir draumóramenn t.d. gleymt því að fyrir ekki löngu var þjóðinni stefnt til atkvæðagreiðslu um Icesave-málið? Er minna mark takandi á niðurstöðu þeirrar atkvæðagreiðslu en ákvörðunum vina þeirra í Brussel?

 

 


mbl.is Eining ESB í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógeðslega skemmtilegt; rosalega krefjandi

Ungur maður er í þann mund að ljúka námi. Lýsing hans á ferlinu, skv. grein í Fréttablaðinu er að „[þ]etta er ógeðslega skemmtilegt nám og rosalega krefjandi. Það er farið rosalega djúpt í allt: næringarfræði, lífeðlisfræði og þjálfunarfræði.“

Kempan ætlar svo að halda ræðu við [skólaslita]athöfnina og „lofar að hún verði svakaleg.“

Hér er á ferðinni ein af handboltahetjunum frá OL, Logi Geirsson. Hann lýsir þeim ógnar erfiðleikum, sem fylgja því að stunda nám sem einkaþjálfari og ljúka prófi sem slíkur.

Það er ógnvekjandi til þess að hugsa, hvers konar lýsingarorð hefðu verið notuð hefði þessi ungi maður látið verða af því að fara í raunverulegt nám. Ég tala nú ekki um ef lokið hefði verið prófi. Minnizt ekki einu sinni á það, ef hetjunni hefði verið gert að halda ræðu við skólaslitin.


Er nokkur hissa?

Tæp 92% fólks hefur enn vinnu, sem gera má ráð fyrir að greidd séu fyrir laun.

Bankakerfið er ónýtt og yfir því hvílir nagandi vantraust, sem ætti ekki að koma neinum á óvart miðað við frammistöðu fyrri ára. 

Það eru þessir sömu bankar, sem láta sér detta í hug að bjóða almenningi neikvæð raunvaxtakjör meðan innistæðurnar eru geymdar á þægilegum vöxtum í Seðlabankanum.

Enn eru það þessir sömu bankar, sem sýna lántakendum dæmalausa óbilgirni með timburmannakenndu vaxtaokri.

Enginn er til hlutabréfamarkaðurinn og mætti, þess vegna, leggja af verðbréfamarkað í landinu. 

Fólk sér lítinn akk í að „fjárfesta í steypu“. Húsnæðismarkaðurinn er ekki til sem slíkur og hefur færzt niður á skiptimarkaðsstig.

Er það nema von að fólk kaupi sér dýra hluti þegar engir virðast valkostirnir? 


mbl.is Biðlisti eftir Rolex-úrum og góð sala sögð í flatskjám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysisbætur skjaldborgarinnar

Nú þegar hillir undir missi atvinnuleysisbóta geta þeir, sem ekki hafa ekki hafa séð sér fært að sjá sér og sínum farborða með vinnu, horft til þess að þurfa að segja sig til sveitar, svo gæfulegt sem það nú er.

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir „greiðslu bóta þannig færast yfir á sveitarfélög að miklu leyti á næstu misserum ef ekki tekur að birta til í efnahagsmálum þjóðarinnar.“

Fyrirvari forstjórans er heldur fátæklegur ef hann í raun býst við að bætur í efnahagsmálum þjóðarinnar séu þess eðlis að búast megi við jákvæðum fréttum í atvinnumálum.  

Þeir 13.875, sem voru atvinnulausir í maí, geta allt eins búizt við að verða það áfram um ókomna tíð og þurft að þiggja ölmusu úr sjóðum sveitarfélaga.

Ríkisstjórn alþýðunnar, hin norræna velferðarstjórn, hét að slegin yrði skjaldborg um heimilin og fólkið í landinu og atvinnuvegina. Það var gert fyrir löngu síðan, en enn er hlutfall atvinnulausra yfir 8% af vinnuafli. Gert er ráð fyrir að þessi hlutfallstala fari í, eða yfir, 10% með haustinu og í vetur. Fyrirtækin sjá sig neydd til að segja upp starfsmönnum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda og ekkert er að gerast, sem gæti bent til að ljóstýru væri að sjá í myrkrinu. Þrefað er um keisarans skegg í aðgerðaleysi og aumingjaskap.

Segjum okkur bara til sveitar.

 


mbl.is Brátt hverfa bæturnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkalög; liggur í augum uppi

Það hefur greinilega enginn bent þýzkum frammámönnum á þá einföldu staðreynd að eðlilegasta lausnin á vanda þýzkra flugfélaga er að fara að dæmi Breta frá því í október 2008.

Þar sem það er greinilegt að Íslendingar bera ábyrgð á hremmingum flugfélaganna er eina ráðið að fella landið undir hryðjuverkalög (þau hljóta að vera til í Þýzkalandi) og krefjast fullra bóta með vöxtum frá fyrsta degi gossins.

 


mbl.is Vilja fá bætur vegna eldgossins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsti sirkus heims?

Nú þegar trúðarnir komast til valda með dyggri aðstoð Dags B. verður fróðlegt að sjá hvernig grínið kemur til með að þróast.

Ekki þarf að búast við að menn leggi mikla áherzlu á að reka borgarsjóð án taps. Það er ekkert skemmtilegt og ekkert fyndið við það að fást við svoleiðis verkefni.

Ekki þarf heldur að gera ráð fyrir að reynt verði að atvinnumálum verði sýnd mikil athygli. Hundleiðinlegt verkefni, sem enginn skemmtir sér við að fást við og reyna að leysa.

Fasteignagjöld. Djók.

Útsvar. Djók.

Hvað ætla menn að gera? Ja, vit vitum það ekki, en það kemur í ljós.

Þannig má búast við að þetta nýja samkrull, sem orðið er til vegna alvarlegrar tilvistarkreppu Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar í Reykjavík, fyrir tilstuðlan trúðagrúppunnar, verði að fyrirferðarmestu grínsýningu í Evrópu, jafnvel heimi.

Ekki þarf að búast við að þetta standi í fjögur ár. Til þess yrði það ekki nógu fyndið, en slæmt verður þetta meðan það stendur.


mbl.is Jón Gnarr verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þægileg innivinna

Það er ekki auðvelt að átta sig á þessari þráhyggju, sem virðist þjaka starfsmenn banka þegar kemur að umræðum um laun.

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá kemur í ljós að um er að ræða skrifstofumenn, sem sótzt hafa í að vinna hjá banka, enda því gjarnan haldið fram að um sé að ræða fremur þægilega innivinnu. 

Fyrir þessa innivinnu sína fá starfsmenn bankanna svo greidd þrettán mánaða laun á hverju tólf mánaða tímabili, en tárast nú af svekkelsi yfir því að enginn sé bónusinn.

Ekki verður á þessum vettvangi farið nánar út í launakjör bankamanna eins og þau kunna að vera í dag eða voru áður, a.m.k. ekki að svo komnu máli.

Hitt er annað mál, að ef greiða á bónusa, þá mætti gjarnan hafa sparifjáreigendur í huga, sem og aðra þá, sem treysta bönkum fyrir fjármunum sínum. Það eru fjármagnseigendurnir, sem eiga að njóta umframhagnaðar, ef einhver er, en ekki starfsmenn banka. 


mbl.is Hugtakið eyðilagt með rugli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband